Ferill 900. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1513  —  900. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (virkjunarkostir í vindorku).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Við bætist nýr liður, sem verði a-liður, svohljóðandi: Í stað „10 MW“ í 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1 MW.
                  b.      Í stað „10 MW“ í a-lið komi: 1 MW.
     2.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (virkjunarkostir í vindorku og stærðarmörk).

Greinargerð.

    Lagt er til að stærðarviðmið virkjunarkosta sem falla undir verndar- og orkunýtingaráætlun verði færð úr 10 MW af uppsettu rafafli í 1 MW. Með þessu má tryggja heildstæðari umfjöllun um virkjunarkosti sem geta leitt af sér umtalsverð umhverfisáhrif, með þeim faglegu ferlum sem felast í málsmeðferð verkefnisstjórnar rammaáætlunar.